Ávinningur Lions happdrættis skilar sér aftur til samfélagsins

Árleg afhending styrkja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fór fram sunnudaginn 3. des sl. þegar Jólahappdrættið í Nettó var kynnt.

Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins en tekjur þess renna óskiptar til verkefna- og líknamála. Í afhendingunni nú í ár voru styrkir, að upphæð 2,2 milljón króna, afhentir.

Meðal þeirra sem fengu styrki voru Brunavarnir Suðurnesja, Velferðarsjóður Kirkjunnar, Ljósið, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjan, Már Gunnarsson tónlistar- og íþróttamaður, ásamt fleirum.

Sala happdrættismiðanna nú í ár hófst formlega á sunnudaginn og Lionsklúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum. Það verða einnig miða til sölu í Nettó, en þar er aðalvinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Ásamt bifreiðinni eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár.

Fyrsti vinningur afhentur

Að venju var haft samband við vinningshafa í Jólahappdrætti Lions strax að loknum drætti.
Í ár var það Arnbjörn Ólafsson sem hreppti fyrsta vinninginn og kom auðvitað strax til okkar og nálgaðist bílinn.

Jólahappdrætti 2016

Búið er að draga í Jólahappdrætti Lions og komu vinningar á eftirtalin númer:
1. 1750
2. 1551
3. 1038
4. 2384
5. 1087
6. 2138
7. 2475
8. 5
9. 1059
10. 386

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Vinninghafar eru beðnir um að hafa samband við Lions klúbbinn.

Jólahappdrætti Lions og styrkveitingar

Fyrsta sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrættismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur við Nettó í Krossmóa. Af þessu tilefni veitti Lionsklúbburinn styrki til samfélagsverkefna og einstaklinga á svæðinu þar sem þörfin er.

Meðal styrkþega voru Öspin í Njarðvíkurskóla, Rauði krossinn á Suðurnesjum, Fjölsmiðjan á Suðurnesjum og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, en þess má geta að styrkirnir eru einmitt veittir af því fé sem safnast í árlegu jólahappdrætti klúbbsins. Alls voru veittir styrkir fyrir 1.200.000 kr. að þessu sinni.

Velferðarsjóður, Björkin í Njarðvíkurskóla, Tónlistarskólinn

Við upphaf Lions Happdrættis.


Lionsfélagar hvetur fólk að kíkja við í Krossmóa og tryggja sér miða.

Dregið hefur verið í Jólahappdrætti Lions

Dregið var í happadrætti Lkl. Njarðvikur í kvöld og vinningsnúmerin eru

1. Nr. 295
2. Nr 1471
3. Nr 929
4. Nr 1367
5. Nr 801
6. Nr 739
7. Nr 1686
8. Nr 1918
9. Nr 866
Birt með fyrirvara

Af gamalli hefð er haft samband við vinningshafa eins fljótt og auðið er.  Bíllinn var sóttur strax um kvöldið.

Þeir geta verið skrautlegir sveinarnir í Lions

Þeir geta verið skrautlegir sveinarnir í Lions

Loftur Kristjánsson vann bílinn, með honum á mynd eru Formaður fjáröflunarnefndar  Friðrik Pétur Ragnarsson, og formaður klúbbsins Haraldur Hregg

Loftur Kristjánsson vann bílinn, með honum á mynd eru Formaður fjáröflunarnefndar Friðrik Pétur Ragnarsson, og formaður klúbbsins Haraldur Hregg

Starfið hafið

Lions klúbburinn í Njarðvík hefur tekið til starfa aftur eftir sumarfrí.
Mæting var mjög góð en einhver löglega boðuð forföll voru vegna landsleiks Íslands og Hollands á morgun.

image

Vinningstölur í Jólahappdrætti Lions 2014

Vinningstölurnar í ár voru:
1.vinningur (Chevrolet Spark Bifreið) fór á miða nr. 1212
2.-17. (Lenovo Ideapad spjaldtölvur) vinningar komu á eftirtalin númer:
717, 31, 1209, 1790, 1146, 1037, 479, 1840, 1077, 855, 1998, 664, 316, 873, 539, 609

Þessar tölur eru birtar með fyrirvara um innsláttarvillu.

Ástdís vann bílinn að þessu sinni.

Ástdís vann bílinn að þessu sinni. Helgi seldi henni miðann og Árni Brynjólfur, formaður Lions afhendir henni lykilinn að bílnum.

Óli í Koti sá um fyrsta vinninginn.

Óli í Koti sá um fyrsta vinninginn.

Aðstoðarmenn 2014

Aðstoðarmenn við útdráttinn á aukavinningunum.

 

Lionsklúbburinn Njarðvík veitir styrki

Styrkveiting 2014

Styrkveiting 2014

Líknarsjóður Lionsklúbbs Njarðvíkur veitti á dögunum styrki upp á rúma milljón krónur til verkefna á Suðurnesjum og innan Lionshreyfingarinnar. Styrkirnir eru veittir af fé sem safnast með sölu á happdrættismiðum í árlegu bílahappdrætti klúbbsins.

Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 300.000 krónur frá klúbbnum og tók Þórunn Þórisdóttir við styrknum.

Inga Sjöfn Kristinsdóttir veitti 200.000 kr. viðtöku fyrir hönd Virkjunar á Ásbrú.

Fjölsmiðjan fékk 200.000 kr. og tók Þorvarður Guðmundsson við styrknum.

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja fékk styrk til kaupa á tveimur iPad spjaldtölvum. Styrkurinn hljóðar upp á 180.000 kr. og það var Ásta B Ólafsdóttir sem veitti styrknum móttöku.

Gróðurátak í Paradís hlaut 100.000 kr. Paradís er skógræktarsvæði í Bolafæti sem Lionsklúbbur Njarðvíkur tekur þátt í að rækta upp. Thor Hallgrímsson veitti styrknum móttöku.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk 50.000 krónur frá líknarsjóðnum og tók Karen Sturlaugsson við styrknum.

Þá hlaut Orkester Norden, Sínfóníuhljómsveit ungs fólks á Norðurlöndum, sem er samnorrænt Lionsverkefni 50.000 kr. styrk. Árni B Hjaltason veitti styrknum móttöku.

Á sama tíma hófst sala á happdrættismiðum í Jólahappdrætti Lionsklúbbsins Njarðvík, en happdrættið er helsta fjáröflun klúbbsins í líknarsjóð hans.   [innskot Lions, ekki í fréttinni]

frétt fengin af vef Víkurfrétta hér

Fyrsti vinningur afhentur

Nýlega afhenti Lionsklúbbur fyrsta vinning Jólahappdrættisins.  Eins og venjan er reynum við að afhenda vinningana eins fljótt og auðið er og erum við stoltir af þeirri persónulegu þjónustu sem við veitum okkar vinningshöfum.

Jóhann Smári er sá er datt í lukkupottinn í ár og var að sjálfsögðu mjög ánægður með nýja bílinn.

Jóhann Smári með vinningsmiðann við bílinn.

Jóhann Smári með vinningsmiðann við bílinn.