2008-2017

2008 – 2009
Fjáröflun: Happdrætti.
Styrkur til Lundar, félags til varnar gegn vímuefnaneyslu, framlag í velferðarsjóð vegna efnahagskreppu..
Viðbótarfjárveiting vegna búnaðar til dvalarheimilis aldraðra, fjárveiting til Björgunar og til blindratækis fyrir Holtaskólat og vegna ferðar sóknarprests með aldraða og öryrkja.
Haustferð á Vallarheiði í boð til Kadeco, síðan til Grindavíkur þar sem þeyst var  um á fjórhjólum og loks til Hafnarfjarðar þar sem farið var í mislanga og misglæsilega útreiðartúra hjá Íshestum.
Vorferð til Selfoss og Eyrarbakka og fjölmennur lokafundur haldinn á Hótel Selfossi þaðan sem einnig var fylgst með Eurovision söngvakeppninni.

2009 – 2010
Fjáröflun: Happdrætti
Styrkir til Velferðarsjóðs, til Haiti söfnunar LCIF, til björgunarsveitar v/Haiti , til þriggja fjölskyldna í vanda og til verkefnis til styrktar krabbameinssjúkum börnum, (hjóluð hringferð um landið á reiðhjóli).
Kynnisferð í Reykjanesvirkjun, haustferð til kirknaskoðunar í héraðinu, s.s. Útskála-, Stafness- ,Krýsuvíkur- og Strandarkirkna og að lokum  kvöldstund á ættaróðali formannsins, Dysjum á Álftanesi. Vorferð til Borgarness þar sem stjórnarskipti fóru fram.

2010 – 2011
Fjáröflun: Happdrætti
Spilakvöld hálfsmánaðarlega í kirkjunni fyrir eldri borgara og gefnir vinningar.
Þátttaka í árlegu þrettándamóti Lionsfélaga á Suðurnesjum og Ness, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, í boccia.
Hjólað til heilla. Fjárframlög til  Velferðarsjóðs Suðurnesja, Dvalarheimilis aldraðra á Suðurnesjum, Hjólað til heilla og styrkir til fjölskyldna og einstaklinga
Haldnir voru 20 fundir á starfsárinu. Farið var í jeppaferð um Botna og Meðalland, Keilir miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs heimsótt, haldið pílukvöld í „offiseraklúbbnum“ og Rokkheimar Rúnars Júlíussonar heimsóttir.
Jólafundur var haldinn með mökum í desember og sameiginlegur fundur með Lkl. Æsum í janúar..
Ólafur Þ Ólafsson heimsótti klúbbinn og lýsti starfsemi Fjölsmiðjunnar.
Vorferð var farin til Reykjavíkur þar sem lokafundur klúbbsins var haldinn með glæsibrag á Grand Hótel Reykjavík ásamt Lkl. Æsum ,  þrír nýir félagar teknir formlega í klúbbinn og einn félagi gerður að Melvin Jones félaga

2011 – 2012
Fjáröflun:  Aðalfjáröflun er jólahappdrætti þar sem aðalvinningur er bifreið.
Helstu verkefni: Klúbbfélagar annast spilakvöld hálfsmánaðarlega í kirkjunni fyrir eldri borgara og gefa vinninga. Þá er tekið þátt í árlegu þrettándamóti Lionsfélaga á Suðurnesjum og  Ness, íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum, í Boccia. 
Fjárframlög: Velferðarsjóður Suðurnesja, aðstandendur Alzheimersjúklinga, fjölumdæmið v/LHS, Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, UMFN
Félagsstarfið: Haldnir voru 16 formlegir félagsfundir auk fjölda nefndarfunda. Farið var í heimsóknir til fyrirtækja og stofnanna, Gámafélagið heimsótt, RH Innréttingar og Víkingaheimar. Þá var Listasafn Reykjanesbæjar heimsótt  sem og Bátasafnið. Haldnir voru sameiginlegir fundir með Lykill Keflavíkur og Lykill Æsum.  4 félagar létust á starfsárinu: Friðrik P Valdimarsson, Ingólfur Bárðarson, Kristján Magnússon og Ingólfur Aðalsteinsson. Lokafundur okkar ásamt Lkl. Æsum var haldinn helgina 4-6.maí í Stykkishólmi.

2012 – 2013
Fjáröflun:  Aðalfjáröflun klúbbsins er jólahappdrætti  þar sem aðalvinningur er bifreið.
Helstu verkefni: Klúbbfélagar annast spilakvöld hálfsmánaðarlega í kirkjunni fyrir eldri borgara og gefa vinninga. 
Þá er tekið þátt í árlegu móti Lionsklúbbanna á Suðurnesjum og  (Ness) Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum  í Boccia. 
Fjárframlög: Í desember 2012 voru afhentar 1.650.000 kr til ýmissa verkefna og á vormánuðum voru afhentar 750.000 kr. í hjartahnoðtæki hjá BSS.
Félagsstarfið: Haldnir voru 17 formlegir félagsfundir auk fjölda stjórnarfunda. Farið var í 3 heimsóknir til fyrirtækja og stofnana. Haldinn var sameiginlegur jólafundur með Lykill  Keflavíkur. Á árinu voru teknir inn 3 nýir félagar. 
1 félagi lést á starfsárinu: Sigtryggur Maríusson.
Á sameiginlega fundinn með Lykill. Æstu mættu umdæmisstjóri ,Guðmundur Helgi Gunnarsson, varaumdæmisstjóri, Árni Brynjólfur Hjaltason, svæðisstjóri og Geirþrúður Fanney Bogadóttir.. Lokafundur okkar var haldinn helgina 3-5 maí í Hveragerði. Þar var kosin stjórn næsta starfsárs

2013 – 2014
Fjáröflun: Sala á happadrættismiðum í árlegu Bílahappadrætti klúbbsins, dregið á Þorláksmessu.
Helstu verkefni: Klúbbfélagar annast spilakvöld hálfsmánaðarlega í kirkjunni fyrir eldri borgara og gefa vinninga, Íþróttafélag fatlaðra Nes,  bókaverðlaun og litabækur í skólana, Hjálparstarf  kirkjunnar, Hjálparsjóður Njarðvíkurkirkju, styrkir til þurfandi einstaklinga, barnasveit Lúðrasveitarinnar og ýmislegt fleira.
Félagsstarfið: Ágætlega virkir félagar voru um 25-30 og við leituðumst við að hafa starfið fjölbreytt og blanda gjarnan saman skemmtan félaga og maka og alvarlegra starfi útá við. 
Fengnir voru fyrirlesarar um áhugaverð og fræðandi efni, farið í heimsóknir í fyrirtæki. Jólafundur með eiginkonum og ekkjum látinna félaga. 
Desember fór svo í miðasölu í bílahappadrættinu sem lauk með útdrætti vinninga á Þorláksmessu. Það hefur svo verið siður að halda lokafundinn á gististöðum utan heimahaganna með betri helmingum okkar og var fundurinn að þessu sinni haldinn helgina 9 og 10 maí á Hótel Heklu Brjánsstöðum við mjög góðar aðstæður.

2014 – 2015
Fjáröflun:  Aðalfjáröflun klúbbsins er jólahappdrætti  þar sem dregið er á Þorláksmessukvöld en aðalvinningur er bifreið.
Helstu verkefni: Spilakvöld fyrir aldraða og öryrkja í Ytri-Njarðvíkurkirkju, en klúbbfélagar annast spilakvöld hálfsmánaðarlega og klúbburinn gefur vinninga. Árlegt þrettándamót Lionsklúbbanna á Suðurnesjum og Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum (Ness), í Boccia, bókaverðlaun og litabækur í grunnskólana, styrkir til einstaklinga og ýmislegt fleira.
Félagsstarfið: Haldnir voru 16 klúbbfundir auk stjórnarfundar. Fengnir voru fyrirlesarar á fundi. Félagar og makar áttu kvöldstund með alþjóðaforseta hreyfingarinnar, Joe Preston, á Hótel Sögu. Stjórnstöð almannavarna í Skógarhlíð heimsótt. Haldið námskeið í boði Brunavarna Suðurnesja. Jólafundur ásamt mökum og ekkjum látinna félaga.
Sala á miðum í jólahappadrættinu í desember. Fórum nokkrir félagar á árlegt Villimannakvöld Lionsklúbbsins Geysis í Aratungu. Á sameiginlega fundinn með Lkl. Æsu mætti umdæmisstjóri 109A Einar Þórðarson, en hann er félagi í Lkl. Fjörgyn í Grafarvogi. Lokafundur okkar ásamt mökum  var haldinn helgina 1-3.maí. á Strackta Hótel á Hellu.

2015 – 2016
Aðalfjáröflun: jólahappdrætti..
Klúbbfélagar annast spilakvöld hálfsmánaðarlega í kirkjunni fyrir eldri borgara og gefa vinninga. Þátttaka í árlegu móti Lionsklúbbanna á Suðurnesjum og  (Ness) Íþróttafélags fatlaðra á Suðurnesjum  í Boccia. 
Í desember, við upphaf sölu happdrættismiða, voru veittir styrkir til Brunavarna Suðurnesja, Velferðarsjóðs Suðurnesja, Þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða, Fjölsmiðjunnar á Iðavöllum, Bjöllukórs Tónlistarskólans, og til einstaklinga.

2016 – 2017
Fjáröflun: Sala á happadrættismiðum í árlegu bílahappadrætti klúbbsins, dregið á Þorláksmessu.
Verkefni: Margþætt t.d: tómstundastarf eldri borgara,  Íþróttafélag fatlaðra Nes, bókaverðlaun og litabækur í skólana, Hjálparstarf  kirkjunnar,  Hjálparsjóður Njarðvíkurkirkju, styrkir til þurfandi einstaklinga og fl.,  Barnasveit Lúðrasveitarinnar, Björgunarsveit  Rauði Krossins, gróðursetning og ýmislegt fleira s.s. framkvæmdir í safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju.Félagsstarf: Ágætlega virkir félagar voru um 25-30. Leitast var við að hafa starfið fjölbreitt og blanda gjarnan saman skemmtan félaga og maka og alvarlegu starfi útá við. Fengnir voru fyrirlesarar um áhugaverð og fræðandi  efni , farið í heimsóknir í fyrirtæki og sóttir fyrirlestrar. Jólafundur með eiginkonum og ekkjum  látinna félaga. Desember fór svo í miðasölu í bílahappadrættinu  sem lýkur jafnan með útdrætti vinninga á Þorláksmessu. Tekinn var þáttur í Boccia móti og spiluð píla og borðtennis. Það hefur svo verið siður að halda lokafundinn á gististöðum utan heimahaganna,  þ.e. úti á landi en þetta árið var gert enn betur og lokafundurinn haldinn í Þýskalandi. Að sjálfsögðu var betri helmingurinn með en fundurinn var haldinn 28. apríl á Hótel Park Inn by Radison, Alexanderplatz í Berlín.