1998-2007

1998-1999
Fjáröflun: Happdrætti.
Sjúklingur styrktur til Bandaríkjaferðar og annar vegna meðferðar í Budapest. Framlög vegna tækjakaupa til meðferðar á blöðruhálskirtli og vegna fyrirbyggjandi fræðslu um fíkniefnaneyslu. Hefðbundin þjónusta við aldraða. Þátttaka í verkefninu “Rauða fjöðrin”.
Hefðbundin vorferð til margra ára, í þetta sinn tveggja daga, um Suðurland. Vorfundur í Vík í Mýrdal.

1999-2000
Fjáröflun: Happdrætti.
Framlag til Verkefnasjóðs Umdæmis 109, til Rauðu fjaðrarinnar, til LCIF $2000 v. tveggja nýrra Melvin Jones félaga, til tómstundastarfs aldraðra, til tækjakaupa á Hlévangi, til sjúklings í Njarðvík, til fjölskyldu vegna sérlegra erfiðleika, táknmálsnámskeið f.LEOfélaga, Orkester Norden ,framlag v. vímuvarnardagsins 2000, hefðbundin þjónusta við aldraða, Tjarnarskóli í Keflavík , Kvennakór Suðurnesja , Vímuvarnardagurinn 6.maí.
Vorferð, 2 dagar, um Suðurland með gistingu og vorfundi á Kirkjubæjarklaustri.

2000-2001
Fjáröflun: Happdrætti.
Framlag til skóla fyrir ungar stúlkur í Malawi, 1. ár af 3, hefðbundin þjónusta við aldraða,
Framlag til sambýlis Þroskahjálpar í Keflavík.
Vorferð, 2 dagar, um Snæfellsnes. Vorfundur í Stykkishólmi.
2001 –2002
Fjáröflun: Happdrætti.
Framlag til kennslu ungra stúlkna í Malawi, 2. ár af 3, til skurðstofubúnaðar Sjúkrahúss Suðurnesja, til LCIF vegna eins nýs Melvin Jones félaga, hefðbundin þjónusta við aldraða. Jeppaferð að hausti, undir forystu Guðjóns Ómars Haukssonar, eins dags ferð í Hrafntinnusker með kvöldverði í Veitingahúsinu við fjöruborðið (Humarhúsinu) á Stokkseyri.
Fundahald annars með hefðbundnu sniði, blanda vinnu-, skemmti- ferða- og skemmtifunda.
Vorferð, tveggja daga, um Suðurland, Njáluslóðir og víðar. Vorfundur á Hvolsvelli.

2002 – 2003
Framlag til kennslu ungra stúlkna í Malawi, 3. ár af 3,
Framlag til sjúkrar konu svo hún kæmist heim frá Ameríku til þess að vera við fermingu dóttur sinnar.
Orchestra Norden framlag. Til LCIF v/ tveggja nýrra Melvin Jones félaga.
Hefðbundin þjónusta við aldraða.
Jeppaferð að hausti undir forystu Guðjóns Ómars, Fjallabaksleið syðri, tveggja daga ferð með útigrilli við Álftavatn og gistingu að Höfðabrekku.
Vinnuferð til Reykjavíkur fyrir umdæmi 109, sem áhorfendur í sjónvarpssal við upptöku þáttarins “Viltu vinna miljón ?”.
Hefðbundiið félagsstarf, vinnu-, ferða-, fræðslu- og skemmtifundir svo sem Þorrablót.
Vorferð til Borgarness, með viðkomu í safnamiðstöðinni á Akranesi, hjá Vírneti hf og átöppunar-ríkinu í Borgarnesi en síðan vorfundur þar á hótelinu. Sameiginleg ferð með Lkl.Æsum.

2003 – 2004
Fjáröflun: Happdrætti.
Fjárveitingar til: Sjúks barns vegna lækningaferðar til BNA, Björgunarsveitarinnar til kaupa á gúmbáti, til Heilbrigðisstofnunar til kaupa á tæki til lækningar bakflæðis,
Hefðbundin þjónusta við aldraða. Styrkir til fjögurra foreldrafélaga skóla í bænum.
Endurnýjuð, með öðrum klúbbum á Suðurnesjum, girðing við húsnæði Þroskahjálpar í Reykjanesbæ.
“Rauða fjöðrin” seld í Njarðvík og Höfnum í samvinnu við Lionsklúbbinn Æsu.
Jeppaferð að hausti undir forystu Guðjóns Ómars, Fjallabaksleið nyrðri, tveggja daga ferð með viðkomu í Landmannalaugum og Eldgjá en gistingu að Höfðabrekku. Ekið að Þakgili við Mælifell og síðan niður með Kerlingardalsá í átt að Heiðarvatni, en snúið frá vegna vatnavaxta.
Hefðbundið fundahald. Fjölmennur Þorrafundur í safnaðarheimili Innri Njarðvíkur.
Skoðunarferð á Keflavíkurflugvöll í boði flugvallarstjóra og Flugstöð Leifs Eiríkssonar skoðuð.
Vorferð til Færeyja 14. til 17.maí með skoðunarferðum um Tinganes, Austurey og Kirkjubæ en lokafundi í Þórshöfn laugardaginn 15. maí.

2004 – 2005
Fjáröflun: Happdrætti.
Fjárveitingar til m.a.: 12 spora (“sober”) hússins í Reykjavík, Garðvangs og Hlévangs til kaupa á lyftibúnaði fyrir aflvana, til bautasteins við kirkjuna í Innri-Njarðvík, til athvarfs fyrir geðfatlaða, til íbúa í bænum vegna óvænts áfalls, til veiks barns vegna utanfarar til læknismeðferðar, til LCIF vegna hamfaranna við Indlandshaf.
Félagi eldri borgara gefinn tölvubúnaður fyrir Bingóspil.
Vinnuframlag við að mála í athvarfi geðfatlaðra og fúaverja girðingu umhverfis það..
Hefðbundin þjónusta við eldri borgara.
Jeppaferð í október um Rangárþing; Fljótshlíð, upp með Markarfljóti, um Hvanngil, Álftavatn, Langvíuhraun, og Vatnsdal til Hvolsvallar þar sem gist var og fundað yfir kvöldverði. Boðið var upp á haustlitaferð daginn eftir í Þórsmörk, en vegna vatnsveðurs fóru ekki aðrir þangað en Guðjón Ómar.
Hefðbundinn sameiginlegur fundur með Lkl. Æsu, þorrafundur í Innri Njarðvík, hraðskákmót klúbbfélaga, skoðunarferð í Íþróttahús Njarðvíkur, leikhúsferð til Reykjavíkur, þátttaka í vorhátíð 5. svæðis í Sandgerði. Vorferð til Borgarfjarðar og lokafundur í veiðihúsinu við Grímsá.
3 nýir félagar teknir í klúbbinn á Vorhátíðinni.

2005 – 2006
Fjáröflun: Happdrætti.
Hefðbundin þjónusta við aldraða. Fjárveitingar til 12 spora hússins í Reykjavík, til Götusmiðjunnar, styrkir til verkefnasjóðs Lionsumdæmisins, til tveggja kvenna sem sóttu ráðstefnu um sjálfsvíg, til fjölskyldu vegna veiks barns, til LCIF vegna hamfaranna á suðurströnd Bandaríkjanna, til aldraðra vegna vorferðar með sóknarpresti og til sjúklings vegna utanfarar. Þá voru gefnar litabækur til grunnskólabarna og veitt verðlaun fyrir hæstu einkunn í náttúrufræði í 10. bekk
Jeppaferð á 8 jeppum í október í Veiðivötn, þar sem fannst snjór, en síðan kvöldverður og gisting á Leirubakka í Landsveit.
7 nýir félagar teknir í klúbbinn á jólafundinum í desember. Sameiginlegur fundur með Lkl  Æsu í janúar og þorrafundur/herrakvöld í febrúar. Heimsókn í Hvalsneskirkju, til Lionsklúbbsins Keilis og til Gámaþjónustunnar í Reykjavík.
Stjórnarskipti í Kaupmannahöfn í fjögurra daga vorferð þangað.

2006 – 2007
Fjáröflun: Happdrætti.
Hefðbundin þjónusta við aldraða. Fjárveitingar til aðstandenda manns er lést í bílslysi, 
Fjárveiting vegna Vestfjarðaferðar sóknarprests með aldraða og öryrkja.
Fjárveiting til Sight First verkefnis alþjóðasamtaka Lions.
Jeppaferð í október á 10 jeppum um Hagavatns-/Hafrafellsleið að Brattholti þar sem snæddur  var kvöldverður og gist. Heimsókn í Reykjanesvirkjun Hitaveitu Suðurnesja og til Lionsklúbbs Keflavíkur,.
Jólafundur með mökum og sameiginlegur fundur með Lkl  Æsu í janúar. Þorrafundur/herrakvöld í febrúar
Stjórnarskipti 4 maí á venjulegum fundarstað og síðan snætt af sjávarréttahlaðborði í Stapa.