Veglegar gjafir Lions til Brunavarna Suðurnesja og Grindavíkur

Lionsklúbbar Suðurnesja gáfu Brunavörnum Suðurnesja og félagi starfsmanna sjúkrarflutningamanna í Grindavík á dögunum veglega gjöf en gjöfin var Sim man æfingarbúnaður. Gjöfin var að tilefni hundrað ára afmælis Lions.

Gjöfin gerir sjúkraflutningafólki kleift að æfa öndunaraðstoð, uppsetningu nála, lyfjagjafir og endurlífgun. Þetta er eitt fullkomnasta æfingatæki sinnar gerðar á landinu og geta því starfsmenn æft framangreinda þætti við fullkomnustu aðstæður sem völ er á. Víkurfréttir voru við afhendingu gjafarinnar í slökkviliðsstöðinni í Sandgerði en þar voru samankomnir fulltrúar Lions og Lionessa á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningafólki sem var spennt fyrir nýja búnaðinum og byrjaði strax að prufukeyra hann.

Frétt og mynd fengin frá Víkurfréttum: