1968-1977

1968-1969
Fjáröflun: Sala á sápulegi og sælgæti.
Veittur jólaglaðningur og börnum boðið til jólafagnaðar. Hjálparsveit skáta í Njarðvík færð að gjöf móðurstöð fyrir “labb-rabb” tæki.

1969-1970
Fjáröflun: Sala á sælgæti og sápulegi.
Jólatrésskemmtun fyrir börn. Gefið til verðlauna við tónlistarskólann í Keflavík.. Keypt 80 fermetra timburhús og áformað að gefa það til sumarbúðadvalar á vegum Þjóðkirkjunnar í
Krísuvík. Þjóðkirkjan hætti síðan við framkvæmdir í Krísuvík og var húsið þá selt og andvirði þess rann í líknarsjóð.

1970-1971
Fjáröflun: Sælgætissala.
Jólaglaðningur til fjölskyldna í bænum. Fræ- og áburðardreifing í bænum í félagi við kvenfélagið og skátana. Fjölskylda í Ástralíu styrkt til að flytjast aftur heim. Veitt verðlaun til nemenda í tónlistarskólanum í Keflavík og barnaskólanum í Njarðvík fyrir góðan námsárangur.

1971-1972
Fjáröflun: Sælgætissala.
Sjálfboðavinna að melskurði í Sandvík að ósk Landverndar. Börnum í barnaskólanum gefin endurskinsmerki. Vistmönnum elliheimilisins í Keflavík færður glaðningur. Jólaglaðningur til
fjölskyldna í bænum. Sjúkrahúsinu í Keflavík gefin rúmdýna sérstaklega útbúin til varnar gegn legusárum.
Tekið þátt í landssöfnuninni “Rauða fjöðrin”. Skólabörnum veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur.

1972-1973
Fjáröflun: Bingó og sælgætissala..
Dagheimilinu í Njarðvík gefin myndvarpa og sýningartjald. Þremur fjölskyldum gefinn jólaglaðningur.

1973-1974
Fjáröflun: Bingó og sala á sælgætisdagatölum.
Framlag til verkefnis sem heitir Indversku augun. Skátunum gefin tvö tjöld. Veittur styrkur til Æskulýðsmóts fatlaðra á Norðurlöndum. Sjúklingi úr Njarðvík sem verður að dvelja langdvölum á sjúkrastofnun gefið sjónvarpstæki. Krónur 500.000 lagðar til hliðar. Síðar skal þeim varið til þess að stuðla að byggingu íbúða aldraðra í Njarðvík. Framlag vegna móttöku fatlaðra barna frá Noregi. Sjálfsbjörg gefið sjónvarpstæki.

1974-1975
Fjáröflun: Bingó og söfnun og sala á brotajárni.
Kr.500.000 lagðar til hliðar. Síðar skal þeim varið til íbúða aldraðra í Njarðvík. Jólaglaðningur gefinn tveimur fjölskyldum í Njarðvík. Hjálparsveit skáta gefnar kr.150.000 til kaupa á hjálparsveitarbíl.

1975-1976
Fjáröflun: Bingó.
Keypt orgel til Njarðvíkurkirkju. Sala á “Rauðu fjöðrinni”

1976-1977
Fjáröflun: Bingó.
Keypt sjónvarp til dvalarheimilis aldraðra á Garðvangi. Keyptar kirkjuklukkur til Njarðvíkurkirkju. Veitt verðlaun til tónlistarskóla Njarðvíkur.

1977-1978
Fjáröflun: Bingó.
Þremur nemendum í tónlistarskóla Njarðvíkur veitt verðlaun fyrir góðan námsárangur. Ein verðlaun veitt í Fjölbrautaskólanum. Gefið gler í glugga kirkjunnar í Njarðvík. Ýmsir hlutir gefnir til Garðvangs. Kostuð dvöl tveggja unglinga í íþróttaskóla fatlaðra. Lamaður íþróttamaður styrktur til kaupa á bíl.