Lionsklúbburinn Njarðvík veitir styrki

Styrkveiting 2014

Styrkveiting 2014

Líknarsjóður Lionsklúbbs Njarðvíkur veitti á dögunum styrki upp á rúma milljón krónur til verkefna á Suðurnesjum og innan Lionshreyfingarinnar. Styrkirnir eru veittir af fé sem safnast með sölu á happdrættismiðum í árlegu bílahappdrætti klúbbsins.

Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 300.000 krónur frá klúbbnum og tók Þórunn Þórisdóttir við styrknum.

Inga Sjöfn Kristinsdóttir veitti 200.000 kr. viðtöku fyrir hönd Virkjunar á Ásbrú.

Fjölsmiðjan fékk 200.000 kr. og tók Þorvarður Guðmundsson við styrknum.

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja fékk styrk til kaupa á tveimur iPad spjaldtölvum. Styrkurinn hljóðar upp á 180.000 kr. og það var Ásta B Ólafsdóttir sem veitti styrknum móttöku.

Gróðurátak í Paradís hlaut 100.000 kr. Paradís er skógræktarsvæði í Bolafæti sem Lionsklúbbur Njarðvíkur tekur þátt í að rækta upp. Thor Hallgrímsson veitti styrknum móttöku.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk 50.000 krónur frá líknarsjóðnum og tók Karen Sturlaugsson við styrknum.

Þá hlaut Orkester Norden, Sínfóníuhljómsveit ungs fólks á Norðurlöndum, sem er samnorrænt Lionsverkefni 50.000 kr. styrk. Árni B Hjaltason veitti styrknum móttöku.

Á sama tíma hófst sala á happdrættismiðum í Jólahappdrætti Lionsklúbbsins Njarðvík, en happdrættið er helsta fjáröflun klúbbsins í líknarsjóð hans.   [innskot Lions, ekki í fréttinni]

frétt fengin af vef Víkurfrétta hér