1978-1987

1978-1979
Fjáröflun: Bingó.
Vinnuframlag félagsmanna til Njarðvíkurkirkju.. Framlag veitt til bókagerðar blindra. Framlag veitt til sundlaugarbyggingar fatlaðra. Framlag veitt til L.C.I.F. Veitt framlag til Sjúkrahúss Keflavíkur kr.500.000.

1979-1980
Fjáröflun: Bingó.
Jólaglaðningur veittur tveimur fjölskyldum í Njarðvík.
Tónlistarskólanum í Njarðvík gefið píanó. Gefin sýningarvél í Fjörheima. Heyrnarleysingjaskólanum í Reykjavík gefin myndarleg gjöf. Þrír stórir leikbátar byggðir og gefnir á leikvelli í Njarðvík. Kirkjunni í Njarðvík gefnir höklar.

1980-1981
Fjáröflun: Bingó.
Framlag til L.C.I.F. Vistfólki á Garðvangi færður jólaglaðningur. Samtökin Vernd styrkt með kr.500.000. Verðlaun veitt til umferðargetraunar skólabarna. “Rauða fjöðrin” seld. Framlag til Skálatúnsheimilisins. Byrjað að binda 80% af tekjum klúbbsins til verkefna á sviði ellimála.

1981-1982
Fjáröflun: Bingó.
Jólaglaðningur veittur fimm fjölskyldum í Njarðvík. Verðlaun veitt til umferðargetraunar skólabarna.

1982-1983
Fjáröflun: Bingó.
Klúbburinn kostaði hönnun við íbúðir aldraðra í Njarðvík. Einstaklingi í byggðarlaginu veittur fjárstuðningur til hjartaaðgerðar. Íþróttasambandi fatlaðra veittur fjárstuðningur. Hefðbundin þjónusta veitt við Garðvang og Grunnskóla Njarðvíkur. Fjölskyldum í bænum veittur jólaglaðningur.

1983-1984
Fjáröflun: Bingó.
80% af tekjum klúbbsins varið til verkefna á sviði ellimála. Á þessu ári var lokið við byggingu íbúða aldraðra, og þær afhentar eigendum. Sjónvarp og húsgögn gefin til sameignar hússins. Garðvangi gefið sjúkrarúm.. Venjuleg þjónusta veitt við Garðvang og Grunnskóla Njarðvíkur. 80% bindiskyldan á fé til ellimála afnumin.

1984-1985
Fjáröflun: Bingó.
Gefin húsgögn í sameign aldraðra við Vallarbraut í Njarðvík.
Fjölskyldum í Njarðvík veittur jólaglaðningur. Gefnar kennslutölvur og búnaður til tölvuvers í Grunnskólanum í Njarðvík. Veittur styrkur til íþróttafélags fatlaðra. Hefðbundin þjónusta við Garðvang og Grunnskóla Njarðvíkur. Sala á “Rauðu fjöðrinni”. Tekið þátt í landssöfnun á notuðum gleraugum, sem gefin voru fátækum á Shri Lanka.

1985-1986
Fjáröflun: Bingó.
Íþróttamanni veittur verulegur fjárstuðningur til íþróttaiðkana. Fjölskyldum í Njarðvík veittur jólaglaðningur. Greitt til L.C.I.F. Styrkur til tónlistarskóla Njarðvíkur til kaupa á hljómplötusafni. Venjuleg þjónusta við Garðvang og Grunnskóla Njarðvíkur..

1986-1987
Fjáröflun: Bingó.
Forganga um að sameina Lionshreyfinguna á Suðurnesjum til þess að gangast fyrir stofnun D-álmu samtakanna, með öllum öðrum félögum á svæðinu er hafa líknarmál á stefnuskrá sinni.
Samtökin eru nú virk, með um 30 aðildarfélögum. Gefnar kr.500.000 til verkefnisins. Fastir liðir samkvæmt venju varðandi Garðvang og Grunnskóla Njarðvíkur. Foreldri í erfiðleikum veitt aðstoð. Veittur jólaglaðningur til fjölskyldna í bænum.

1987-1988
Fjáröflun: Bingó.
Lionsquest fjárstyrkur til varnar gegn vímuefnum. Framlag til L.C.I.F. Veitt aðstoð til fjölskyldna fyrir jólin. Fjölskyldu veitt fjárhagsaðstoð. Tekið þátt í dreifingu söfnunarbauka D-álmu samtakanna. Hefðbundin þjónusta við Garðvang og Grunnskóla Njarðvíkur.