Markmið Lionsklúbba
Að virkja og efla anda skilnings meðal þjóða heims.
Að efla megireglur heilbrigðs stjórnarfars og borgarlegra dyggða.
Að starfa af áhuga að aukinni velferð byggðarlagsins og á sviði félagsmála, menningar og almenns siðgæðis.
Að tengja klúbbana böndum vináttu, góðs félagsanda og gagnkvæms skilnings.
Að skapa vettvang fyrir frjálsar umræður um öll málefni, sem almenning varðar, að því undanskildu að ekki séu rædd meðal klúbbfélaga málefni stjórnarflokka né heldur sértrúarhópa.
Að hvetja félagslynda menn og konur til að þjóna byggðarlagi sínu án persónulegs ávinnings og hvetja til dugnaðar og eflingar siðgæðis í viðskiptum, iðnaði, opinberri starfssemi og einkarekstri.
Siðareglur Lionshreyfingarinnar
Líttu á starf þitt sem köllun. Leystu það svo af hendi að þú ávinnir þér traust.
Leitastu við að gera starf þitt árangursríkt. Áskildu þér hæfilega umbun erfiðis þíns en reyndu ekki að hagnast með óréttmætum hætti.
Láttu ekki ávinning þinn verða á annarra kostnað.
Vertu hollur meðbræðrum þínum og heiðarlegur gagnvart sjálfum þér.
Vertu aldrei eigingjarn. Leiki vafi á réttmæti gerða þinna, breyttu þá við náunga þinn eins og þú vilt að hann breyti við þig..
Gerðu vináttu að markmiði, ekki leið að marki. Sönn vináttta krefst einskis í eigin þágu og má aldrei vera háð gagnkvæmum greiða.
Ræktu samfélagsskyldur þínar. Vertu hollur þegn þjóðar og sveitafélags bæði í orði og verki.
Hjálpaðu meðbræðrum þínum í vanda. Þeir sem um sárt eiga að binda þurfa hluttekningu, bágstaddir og minnimáttar stuðning.
Vertu gætinn í gagnrýni og örlátur á viðurkenningu. Byggðu upp en rífðu ekki niður.