Jólahappdrætti Lions og styrkveitingar

Fyrsta sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrættismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur við Nettó í Krossmóa. Af þessu tilefni veitti Lionsklúbburinn styrki til samfélagsverkefna og einstaklinga á svæðinu þar sem þörfin er.

Meðal styrkþega voru Öspin í Njarðvíkurskóla, Rauði krossinn á Suðurnesjum, Fjölsmiðjan á Suðurnesjum og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, en þess má geta að styrkirnir eru einmitt veittir af því fé sem safnast í árlegu jólahappdrætti klúbbsins. Alls voru veittir styrkir fyrir 1.200.000 kr. að þessu sinni.

Velferðarsjóður, Björkin í Njarðvíkurskóla, Tónlistarskólinn

Við upphaf Lions Happdrættis.


Lionsfélagar hvetur fólk að kíkja við í Krossmóa og tryggja sér miða.