Ávinningur Lions happdrættis skilar sér aftur til samfélagsins

Árleg afhending styrkja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fór fram sunnudaginn 3. des sl. þegar Jólahappdrættið í Nettó var kynnt.

Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins en tekjur þess renna óskiptar til verkefna- og líknamála. Í afhendingunni nú í ár voru styrkir, að upphæð 2,2 milljón króna, afhentir.

Meðal þeirra sem fengu styrki voru Brunavarnir Suðurnesja, Velferðarsjóður Kirkjunnar, Ljósið, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjan, Már Gunnarsson tónlistar- og íþróttamaður, ásamt fleirum.

Sala happdrættismiðanna nú í ár hófst formlega á sunnudaginn og Lionsklúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum. Það verða einnig miða til sölu í Nettó, en þar er aðalvinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Ásamt bifreiðinni eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár.