1988-1997

1988-1989
Fjáröflun: Bingó.
Jólaglaðningur til nokkurra fjölskyldna í Njarðvík. Styrkur til kaupa á ómskoðunartæki fyrir sjúkrahúsið. Styrkur til útgáfustarfs vegna vímuvarna. Lúpínufræ keypt frá Sólheimum og sett niður. Hefðbundin þjónusta við aldraða og grunnskólann. Þátttaka í sölu “Rauðu fjaðrarinnar”.

1989-1990 
Fjáröflun: Bingó.
Hefðbundin þjónusta við aldraða. Sjúkrahúsið styrkt til kaupa á útvarpskerfi. Framlag til kaupa á blóðrannsóknartæki fyrir sjúkrahúsið. Fjölskyldur styrktar til jólahalds. Keyptur harður diskur í tölvu í grunnskólanum. Keypt lúpínufræ og gróðursetning. Þátttaka í söfnun fyrir krabbameinsfélagið. Styrkur vegna útgáfu brunavarna-litabókar handa börnum í grunnskóla. Framlag til L.C.I.F. hjálparsjóðsins.

1990-1991
Fjáröflun: Bingó.
Framlag til kaupa á súrefniskassa fyrir sjúkrahúsið. Styrkur til samtakanna “Vímulaus æska”. Brunavarna-litabækur gefnar til grunnskólans. Gefin sjúkralyfta til Garðvangs. Fjölskyldur styrktar til jólahalds. Gamlar myndir úr byggðarlaginu keyptar og gefnar skólanum og Ólafslundi. Hefðbundin þjónusta við aldraða.

1991-1992
Fjáröflun: Bingó.
Hefðbundin þjónusta við aldraða. Styrkur til kaupa á hjólastól fyrir fatlaðan nemanda. Myndbandstæki og sjónvarp keypt handa Þroskahjálp á Suðurnesjum. Styrkur til tónlistarskólans vegna ferðar til Þýskalands. Styrkur til kaupa á píanó í Ólafslund. Þátttaka í söfnun til styrktar uppgræðslu lands. Styrkir til Íþróttafélags fatlaðra og samtakanna Vímulaus æska. Gróðursetning.

1992-1993 
Fjáröflun: Bingó.
Hefðbundin þjónusta við aldraða, nú mest á Hlévangi. Hjálparsveit skáta styrkt til kaupa á flotgöllum. Fjölskyldur styrktar til jólahalds. Styrkur til Ytri-Njarðvíkurkirkju vegna orgelkaupa. Gefin verðlaun til tónlistarskólans. Fé veitt til “Sight First” verkefnisins og L.C.I.F. Gróðursetning.

1993-1994
Fjáröflun: Bingó.
Fjölskyldur styrktar til jólahalds. Hefðbundin þjónusta við aldraða. Styrkur vegna tölvukaupa fyrir hreyfihamlaðan nemanda. Gróðursetning. Vinnuferð til Krísuvíkur. Aðstoðað við móttöku fatlaðra lyftingamanna. Verðlaun til Tónlistarskólans í Njarðvík.

1994-1995 
Fjáröflun: Bingó.
Söfnunin “Samhugur í verki” styrkt. Verkfæra aflað fyrir smíðastofu í Krísuvík. Hefðbundin þjónusta við aldraða. Fjölskyldur styrktar til jólahalds. Einstæð móðir styrkt vegna fermingar barns. Gróðursetning. Þátttaka í sölu Rauðu fjaðrarinnar.

1995-1996 
Fjáröflun: Bingó og mosatínsla fyrir Vegagerðina við Bláa-lónið.
Söfnun vegna snjóflóðsins á Flateyri styrkt. Hefðbundin þjónusta við aldraða. Gjöf til tónlistarskólans.

1996-1997 
Fjáröflun: Hverfishátíðin Súlu-Sæla. Bingó þar til í janúar en þá hætt vegna tapreksturs.
Framlag til L.C.I.F. Textun kvikmyndarinnar “Djöflaeyjan rís” styrkt. Gjafir vegna útskriftar í tónlistarskólanum. Hefðbundin spilakvöld fyrir aldraða.

1997-1998 
Fjáröflun: Sala jóla- og gjafakorta, útgáfa (afmælis)blaðs.
Styrkur til stúlku sem þurfti að fara erlendis til dýrrar læknisaðgerðar. Stúlka styrkt til hljómleikaferðar á Ólympíuleikana í Japan. Framlag til L.C.I.F.,Lions Quest og Orkestra Norden. Hefðbundin þjónusta við aldraða. Sambýlinu við Lyngmóa gefið sjónvarp.