1958-1967

1958-1959
Klúbburinn stofnaður. Skipað í nefndir. Verðlaun veitt barnaskólanemendum í hreppnum fyrir góðan námsárangur.

1959-1960
Fjáröflun: Útgáfa Útsvars- og skattskrár Njarðvíkurhrepps.
Gengist fyrir uppsetningu umferðarmerkja við þjóðveginn í gegnum Ytri Njarðvík. Peningaupphæð gefin til sjúkra samborgara og í söfnun vegna sjóslyss.

1960-1961
Fjáröflun: Útgáfa Útsvars- og skattskrár Njarðvíkurhrepps.
Gangstétt lögð milli Njarðvíkur og Keflavíkur ( vinnuframlag). Hjólastóll gefinn Keflavíkursjúkrahúsi. Jólaglaðningur til fjölskyldna í hreppnum.

1961-1962
Fjáröflun: Bingóspil.
Fjölskyldum í hreppnum gefinn jólaglaðningur.

1962-1963
Fjáröflun: Sælgætissala.
Fjölskyldum í hreppnum gefinn jólaglaðningur.

1963-1964
Fjáröflun: Staðið fyrir tónleikum “Deep river boys” .
Haldin jólatrésskemmtun fyrir börn. Gefnar jólagjafir til fatlaðra og til bágstaddra barna í Njarðvík. Keypt sjónmælingartæki fyrir barnaskólann í Njarðvík.

1964-1965
Fjáröflun: Sölusýning á skipalíkönum, sem félagarnir höfðu sjálfir smíðað. Sala á sælgæti. Jólatrésfagnaður haldinn fyrir börn. Bágstöddum veittur jólaglaðningur. Verðlaun veitt til tónlistarskóla Keflavíkur. Staðið fyrir kynningu á fegrun og frágangi lóða.

1965-1966
Fjáröflun: Sælgætissala og kabarettsýning.
Gefinn jólaglaðningur. Nemendum í unglingaskólanum veitt bókaverðlaun. Veittur styrkur til barnaheimilisins að Kumbaravogi.

1966-1967
Fjáröflun: Sælgætissala og undirbúin sala á hreinsivökva “HAPPY HAPPY”.
Haldin jólatrésskemmtun fyrir börn. Foreldri með 4 börn aðstoðað, með viðhaldi á íbúðarhúsi þess. Jólaglaðningur veittur. Gefið til verðlauna við tónlistarskólann í Keflavík..

1967-1968
Fjáröflun: Sælgætissala og sala á sápulegi.
Peningar gefnir í sjóslysasöfnun. Öldruðum og bágstöddum í hreppnum veittur fjárstuðningur fyrir jólin.