Það var ekki fyrr en eftir lok síðari heimstyrjaldarinnar að hreyfingin festi rætur í Evrópu er fyrsti klúbburinn var stofnaður í Stokkhólmi í mars 1948. Fyrsti klúbburinn hér á landi, Lionsklúbbur Reykjavíkur, var stofnaður 14. ágúst 1951. Lengst af var Lionshreyfingin aðeins fyrir karla og var það ekki fyrr en 1979 að fyrsti Lionessuklúbbur var stofnaður hér á landi. Í fyrstu var litið á Lionessuklúbbana sem verkefni frá Lionsklúbbum og var það ekki fyrr 1986 að konur gátu orðið fullgildir Lionsfélagar. Hefur það orðið til þess að flestir Lionessuklúbbar hér á landi hafa breyst í Lionsklúbba. Á síðustu árum hafa 7 Leoklúbbar verið stofnaðir, en það eru klúbbar skipaðir ungu fólki. Allir Leoklúbbar eru blandaðir klúbbar.
Íslandi er skipt í 2 Lionsumdæmi: A suður- og austurland; B vestur og norðurland. Í hvoru umdæmi eru 8 svæði og á hverju svæði eru 4-6 klúbbar. Allt landi tilheyrir síðan einu fjölumdæmi