Lionsklúbburinn Njarðvík veitir styrki

Í dag 1.desember veitti Lionsklúbburinn Njarðvík styrki til nokkurra félaga og aðila hér á svæðinu.  Ákveðið var að nýta tækifærið og hefja happdrættissöluna á sama tíma.

 

Jólahappdrætti Lions 2012

Sala er hafin á miðum í Jólahappdrætti Lionsklúbbsins Njarðvík.  Salan hófst formlega í hádeginu 1.desember í Krossmóa verslunarkjarnanum.  Við búumst fastlega við því að sölumenn okkar verði á staðnum flesta daga fram að Þorláksmessu en skipulögð viðvera er frá 17-19 alla dagana.

Lions í heimsókn í ReMake Electric

Félagar í Lionsklúbbnum Njarðvík fóru í heimsókn í frumkvöðlafyrirtækið Remake Electric.

ReMake Electric hefur þróað rafskynjara sem kemur í stað hefðbundinna rafmagnsöryggja. Búnaðurinn nýtist vel sem greiningartæki og gefur notendum, bæði á heimilum og í stærri fyrirtækjum, tækifæri á að vera upplýstir um rafmagnsnotkunina og stuðla þannig að orkusparnaði og auknu öryggi. Hilmir Ingi Jónsson frumkvöðull uppgötvaði í starfi sínu sem rafvirki að skortur var á upplýsingum til bilanaleitar og kviknaði hugmyndin í framhaldinu. ReMake Electric vann Gulleggið árið 2010 og í framhaldinu komu fjárfestar að fyrirtækinu. Unnið er að frekari þróun CBM lausnarinnar (Circuit Breaker Meeter) í samstarfi við innlenda og erlenda aðila og stefnir ReMake Electric á að koma vörunni á alþjóðlegan markað í nánustu framtíð.

ReMake Electric var stofnað árið 2010 af Hilmi Inga Jónssyni sem einnig er framkvæmdastjóri félagsins, þess má geta að Hilmir Ingi er Njarðvíkingur.
Heimasíða fyrirtækisins er:
http://www.remakeelectric.com/

 

 

Landhelgisgæslan í heimsókn

Þórarinn Ingi flugstjóri hjá Landhelgisgæslu Íslands kom í heimsókn á fund hjá okkur og var með kynningu á starfi sínu og gæslunnar almennt.  Fengu Lionsmenn góða innsýn í starf hans sem og ábyrgð Landhelgisgæslunnar.Vinningsnúmer og vinningshafi

Jæja, þá er búið að draga í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur.

1.vinningur (KIA Picanto LX 1,0) fór á miða nr. 182
2.-6. vinningur (Finlux 22″ LCD sjónvarp) fór á miða nr.:
1112 , 96, 1133, 15, 1111
7.-16. vinningur (Philips fjökerfa DVD spilari) fór á miða:
109, 1063, 1975, 1000, 1734, 1089, 75, 1596, 1988, 28

Að venju var haft samband við flesta vinningshafana fljótt og auðvitað kom nýr eigandi bílsins til okkar og fékk hann afhentan.

KIA Picanto í fyrsta vinning í ár

KIA PicantoSala á happdrættismiðum Lionsklúbbs Njarðvíkur er að hefjast. Ný bifreið, Kia Picanto, LX 1,0, 4 dyra að verðmæti kr. 1.997.777 er í fyrsta vinning. Í 2. – 6. vinning er Finlux 22” LCD sjónvarp á kr. 64.995 hvert. Í 7. – 16. vinning er Philips fjölkerfa dvd tæki á kr. 16.995 hvert. Heildarverðmæti vinninga er kr. 2.492.702

Útgefnir miðar eru 2000. Dregið verður 23. desember 2011 og aðeins dregið úr seldum miðum. Vinningar eru skattfrjálsir. Allur ágóði af happdrættinu rennur til líknarmála. Verð miða er kr. 2.000.

Jólahappdrætti 2010- útdráttur

Mikael fær afhenta lykla að vinningsbílnum

Mikael Þór Halldórsson hlaut aðalvinning í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur og tók við lyklunum að splunkunýjum Chevrolet Spark í gærkvöldi, Þorláksmessukvöld.
Vinningurinn kom á miða númer 1553.

2.-6. vinningur: 22 tommu United LCD Sjónvarpstæki
komu á miða: 171, 653 1370, 1382, 168

7.-16.vinningur: Toshiba fjölkerfa DVD Spilari
komu á miða: 1948, 268, 425, 908, 460, 6, 953, 444, 145, 1250

Jólahappdrætti 2009 – útdráttur

1.vinningur: Ný bifreið: Suzuki Alto GL, 1.0 4 dyra.
miði nr. 1140

2.vinningur: 22″ LCD sjónvarp með innbyggðum DVD spilara
miðar nr. 239, 156, 1174, 1974, 1267

3. vinningur: (Toshiba fjölkerfa DVD spilari)
miðar nr. 1139 – 866 – 434 – 1923 – 852 – 447 – 463 – 505 – 1604 – 526

Lionsklúbburinn þakkar veittan stuðning

Gleðileg jól

Fyrsti vinningur jólahappdrættis afhentur

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í happdrætti,“ sagði  Hafdís Garðarsdóttir í gær þegar hún var mætt í bílasölu Bernhard í Reykjanesbæ til að taka á móti aðalvinningnum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur.

Jólahappdrætti Lionsmanna á sér orðið langa sögu og hafa viðbrögð almennings ávallt verið góð. Lionsfélagar hafa annast sölu miðanna á förnum vegi á aðventunni og eru dæmi um að fólk beinlínis leiti þá uppi til að festa kaup á miða. Á Þorláksmessu er svo dregið í happdrættinu þannig að margir fá óvæntan jólaglaðnig enda veglegir vinningar í boði fyrir utan sjálfan aðalvinninginn. Að þessu sinni voru það 20 tommu Toshiba LCD sjónvörp og vönduð Philips DVD tæki en heildarverðmæti vinninga var upp á rílfega 2,6 milljónir króna.
Afrakstur happdrættisins rennur í líknarsjóð Lionsklúbbs Njarðvíkur en úr honum eru veittir styrkir til ýmissa líknar- og góðgerðarmála á starfssvæði klúbbsins.