Veglegar gjafir Lions til Brunavarna Suðurnesja og Grindavíkur

Lionsklúbbar Suðurnesja gáfu Brunavörnum Suðurnesja og félagi starfsmanna sjúkrarflutningamanna í Grindavík á dögunum veglega gjöf en gjöfin var Sim man æfingarbúnaður. Gjöfin var að tilefni hundrað ára afmælis Lions.

Gjöfin gerir sjúkraflutningafólki kleift að æfa öndunaraðstoð, uppsetningu nála, lyfjagjafir og endurlífgun. Þetta er eitt fullkomnasta æfingatæki sinnar gerðar á landinu og geta því starfsmenn æft framangreinda þætti við fullkomnustu aðstæður sem völ er á. Víkurfréttir voru við afhendingu gjafarinnar í slökkviliðsstöðinni í Sandgerði en þar voru samankomnir fulltrúar Lions og Lionessa á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningafólki sem var spennt fyrir nýja búnaðinum og byrjaði strax að prufukeyra hann.

Frétt og mynd fengin frá Víkurfréttum:

Ávinningur Lions happdrættis skilar sér aftur til samfélagsins

Árleg afhending styrkja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fór fram sunnudaginn 3. des sl. þegar Jólahappdrættið í Nettó var kynnt.

Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins en tekjur þess renna óskiptar til verkefna- og líknamála. Í afhendingunni nú í ár voru styrkir, að upphæð 2,2 milljón króna, afhentir.

Meðal þeirra sem fengu styrki voru Brunavarnir Suðurnesja, Velferðarsjóður Kirkjunnar, Ljósið, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjan, Már Gunnarsson tónlistar- og íþróttamaður, ásamt fleirum.

Sala happdrættismiðanna nú í ár hófst formlega á sunnudaginn og Lionsklúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum. Það verða einnig miða til sölu í Nettó, en þar er aðalvinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Ásamt bifreiðinni eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár.

Jólahappdrætti Lions og styrkveitingar

Fyrsta sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrættismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur við Nettó í Krossmóa. Af þessu tilefni veitti Lionsklúbburinn styrki til samfélagsverkefna og einstaklinga á svæðinu þar sem þörfin er.

Meðal styrkþega voru Öspin í Njarðvíkurskóla, Rauði krossinn á Suðurnesjum, Fjölsmiðjan á Suðurnesjum og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, en þess má geta að styrkirnir eru einmitt veittir af því fé sem safnast í árlegu jólahappdrætti klúbbsins. Alls voru veittir styrkir fyrir 1.200.000 kr. að þessu sinni.

Velferðarsjóður, Björkin í Njarðvíkurskóla, Tónlistarskólinn

Við upphaf Lions Happdrættis.


Lionsfélagar hvetur fólk að kíkja við í Krossmóa og tryggja sér miða.

Lionsklúbburinn Njarðvík veitir styrki

Styrkveiting 2014

Styrkveiting 2014

Líknarsjóður Lionsklúbbs Njarðvíkur veitti á dögunum styrki upp á rúma milljón krónur til verkefna á Suðurnesjum og innan Lionshreyfingarinnar. Styrkirnir eru veittir af fé sem safnast með sölu á happdrættismiðum í árlegu bílahappdrætti klúbbsins.

Velferðarsjóður Suðurnesja fékk 300.000 krónur frá klúbbnum og tók Þórunn Þórisdóttir við styrknum.

Inga Sjöfn Kristinsdóttir veitti 200.000 kr. viðtöku fyrir hönd Virkjunar á Ásbrú.

Fjölsmiðjan fékk 200.000 kr. og tók Þorvarður Guðmundsson við styrknum.

Starfsbraut Fjölbrautaskóla Suðurnesja fékk styrk til kaupa á tveimur iPad spjaldtölvum. Styrkurinn hljóðar upp á 180.000 kr. og það var Ásta B Ólafsdóttir sem veitti styrknum móttöku.

Gróðurátak í Paradís hlaut 100.000 kr. Paradís er skógræktarsvæði í Bolafæti sem Lionsklúbbur Njarðvíkur tekur þátt í að rækta upp. Thor Hallgrímsson veitti styrknum móttöku.

Tónlistarskóli Reykjanesbæjar fékk 50.000 krónur frá líknarsjóðnum og tók Karen Sturlaugsson við styrknum.

Þá hlaut Orkester Norden, Sínfóníuhljómsveit ungs fólks á Norðurlöndum, sem er samnorrænt Lionsverkefni 50.000 kr. styrk. Árni B Hjaltason veitti styrknum móttöku.

Á sama tíma hófst sala á happdrættismiðum í Jólahappdrætti Lionsklúbbsins Njarðvík, en happdrættið er helsta fjáröflun klúbbsins í líknarsjóð hans.   [innskot Lions, ekki í fréttinni]

frétt fengin af vef Víkurfrétta hér

Lionsklúbburinn Njarðvík veitir styrki

Í dag 1.desember veitti Lionsklúbburinn Njarðvík styrki til nokkurra félaga og aðila hér á svæðinu.  Ákveðið var að nýta tækifærið og hefja happdrættissöluna á sama tíma.