Vinningsnúmer Jólahappdrætti 2019

Dregið var í Jólahappdrætti LionsKlúbbs Njarðvíkur að viðstöddum fulltrúa Sýslumannsembættis Gullbringusýslu, en börn Lionsmanna hafa einnig fengið að aðstoða.

Vinningsnúmer ársins 2019 eru:
1. 990 (Toyota Aygo X árg 2019)
2. 477 (Iphone 11 MAX)
3. 1971 (62″ LG UHD sjónvarp)
4. 383 (62″ LG UHD sjónvarp)
5. 1657 (58″ Philips UHD sjónvarp)
6. 2199 (58″ Philips UHD sjónvarp)
7. 1557 (Nettó gjafakort að verðmæti 100.000)
8. 1098 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000)
9. 1154 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000)
10. 283 (Nettó gjafakort að verðmæti 50.000)


Að venju hafa Lionsmenn samband við flesta vinningshafa strax að loknum útdrætti. Í ár var það hún Ragnheiður Ragnarsdóttir sem var svo heppin að vera með fyrsta vinning og fékk hann afhentan stuttu eftir að útdrætti lauk.

Af gefnu tilefni eru vinningar EINGÖNGU afhentir gegn framvísun vinningsmiða. 

Vinningsnúmer Jólahappdrætti 2018

Að venju var dregið í Jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur þann 23.desember að viðstöddum fulltrúa Sýslumannsembættis Gullbringusýslu.

Elsti félagi Lionsklúbbsins fékk að draga fyrsta vinninginn, eitt stykki Toyota Aygo X
En svo fengu börn Lionsfélaga að draga restina af vinningunum.

Að venju höfðu Lions félagar samband við vinningshafa fyrsta vinnings strax og var hann afhentur að loknum útdrætti.

Vinningsnúmer ársins 2018 eru:
1. 606
2. 72
3. 456
4. 1395
5. 573
6. 2102
7. 1737
8. 2372
9. 1315
10. 1656
11. 1054
12. 1915

Blóðsykursmælingar Lions


Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra stóð Lionsklúbbur Njarðvíkur fyrir sinni árlegu blóðsykurmælingu á laugardaginn 17. nóvember í Krossmóa á milli kl. 13 og 16 í samvinnu við Lyfju.

Markmið blóðsykurmælinga er að greina hugsanlega sykursýki. Mælingin tekur aðeins stutta stund en hún getur gefið vísbendingu um hvort fólk þjáist af sykursýki án þess að gera sér grein fyrir því. Mælist blóðsykurinn sjö eða hærri ráðleggjum við fólki eindregið að leita læknis.

Um árabil hafa Lionsmenn um land allt mælt þúsundir manna og á hverju ári er nokkrum tugum fólks ráðlagt að leita læknis í kjölfarið. Við viljum með þessu vekja athygli fólks á hættunni af því að ganga með dulda sykursýki.

Veglegar gjafir Lions til Brunavarna Suðurnesja og Grindavíkur

Lionsklúbbar Suðurnesja gáfu Brunavörnum Suðurnesja og félagi starfsmanna sjúkrarflutningamanna í Grindavík á dögunum veglega gjöf en gjöfin var Sim man æfingarbúnaður. Gjöfin var að tilefni hundrað ára afmælis Lions.

Gjöfin gerir sjúkraflutningafólki kleift að æfa öndunaraðstoð, uppsetningu nála, lyfjagjafir og endurlífgun. Þetta er eitt fullkomnasta æfingatæki sinnar gerðar á landinu og geta því starfsmenn æft framangreinda þætti við fullkomnustu aðstæður sem völ er á. Víkurfréttir voru við afhendingu gjafarinnar í slökkviliðsstöðinni í Sandgerði en þar voru samankomnir fulltrúar Lions og Lionessa á Suðurnesjum ásamt sjúkraflutningafólki sem var spennt fyrir nýja búnaðinum og byrjaði strax að prufukeyra hann.

Frétt og mynd fengin frá Víkurfréttum:

Vinningsnúmer jólin 2017

Dregið var í Jólahappdrætti Lions í kvöld, þann 23.desember 2017 og númerin voru eftirfarandi:

Aðstoðað við dráttinn

1. vinningur: 258
2. vinningur: 249
3. vinningur: 2421
4. vinningur: 1268
5. vinningur: 689
6. vinningur: 1289
7. vinningur: 248
8. vinningur: 1105
9. vinningur: 1248
10. vinningur: 933
11. vinningur: 1432
12. vinningur: 737

(númer eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur).

Bíllyklarnir afhentir


Að gamalli hefð hefur Lions klúbburinn haft samband við vinningshafa strax að útdrætti loknum og reynt að koma vinningum til vinningshafa eins fljótt og auðið er. Engin breyting varð á því í ár og kom Þórður Þórðarson, aðal vinningshafi kvöldsins og tók kátur á móti nýjum bíl og brosir breitt í nýjum bíl.

Formleg afhending

Þórður kampakátur í nýja bílnum

Ávinningur Lions happdrættis skilar sér aftur til samfélagsins

Árleg afhending styrkja frá Lionsklúbbi Njarðvíkur fór fram sunnudaginn 3. des sl. þegar Jólahappdrættið í Nettó var kynnt.

Jólahappdrættið er aðalfjáröflun klúbbsins en tekjur þess renna óskiptar til verkefna- og líknamála. Í afhendingunni nú í ár voru styrkir, að upphæð 2,2 milljón króna, afhentir.

Meðal þeirra sem fengu styrki voru Brunavarnir Suðurnesja, Velferðarsjóður Kirkjunnar, Ljósið, Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, Fjölsmiðjan, Már Gunnarsson tónlistar- og íþróttamaður, ásamt fleirum.

Sala happdrættismiðanna nú í ár hófst formlega á sunnudaginn og Lionsklúbburinn hvetur fólk til að taka vel á móti Lionsmönnum úr Njarðvíkunum. Það verða einnig miða til sölu í Nettó, en þar er aðalvinningurinn, Toyota Aygo, til sýnis. Ásamt bifreiðinni eru ellefu aðrir veglegir vinningar í ár.

Fyrsti vinningur afhentur

Að venju var haft samband við vinningshafa í Jólahappdrætti Lions strax að loknum drætti.
Í ár var það Arnbjörn Ólafsson sem hreppti fyrsta vinninginn og kom auðvitað strax til okkar og nálgaðist bílinn.

Jólahappdrætti 2016

Búið er að draga í Jólahappdrætti Lions og komu vinningar á eftirtalin númer:
1. 1750
2. 1551
3. 1038
4. 2384
5. 1087
6. 2138
7. 2475
8. 5
9. 1059
10. 386

Birt með fyrirvara um innsláttarvillur.
Vinninghafar eru beðnir um að hafa samband við Lions klúbbinn.

Jólahappdrætti Lions og styrkveitingar

Fyrsta sunnudag í aðventu hófst formleg sala á jólahappdrættismiðum hjá Lionsklúbbi Njarðvíkur við Nettó í Krossmóa. Af þessu tilefni veitti Lionsklúbburinn styrki til samfélagsverkefna og einstaklinga á svæðinu þar sem þörfin er.

Meðal styrkþega voru Öspin í Njarðvíkurskóla, Rauði krossinn á Suðurnesjum, Fjölsmiðjan á Suðurnesjum og Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, en þess má geta að styrkirnir eru einmitt veittir af því fé sem safnast í árlegu jólahappdrætti klúbbsins. Alls voru veittir styrkir fyrir 1.200.000 kr. að þessu sinni.

Velferðarsjóður, Björkin í Njarðvíkurskóla, Tónlistarskólinn

Við upphaf Lions Happdrættis.


Lionsfélagar hvetur fólk að kíkja við í Krossmóa og tryggja sér miða.

Starfið hafið

Lions klúbburinn í Njarðvík hefur tekið til starfa aftur eftir sumarfrí.
Mæting var mjög góð en einhver löglega boðuð forföll voru vegna landsleiks Íslands og Hollands á morgun.

image