Lífsstílssjúkdómur komandi kynslóðar?

 -sykursýki týpa 2-

Sykursýki er eitt af fimm meginmálaflokkum sem Alþjóða Lionshreyfingin leggur mikinn metnað í og áherslu á að klúbbar vinni að.  Lionsklúbbarnir á Íslandi hafa til margra ára staðið fyrir blóðsykursmælingum og fræðslu um allt land með góðum árangri, með öflugum félagsmönnum.  En síðustu ár hafa verið miklar breytingar í þróun sjúkdómsins sykursýki týpu 2. Því miður er þróunnin sú að börn og unglingar eru að greinast með sjúkdóm fullorðinna og hæsta tíðnin er hjá vestrænum þjóðum. Fyrir um 30 árum síðan þekktist þessi sjúkdómur ekki í börnum eða yngra fólki. Hér á eftir langar mig að beina athygli að þeirri þróun sem fer hratt vaxandi á meðal barna og unglinga sem eru að greinast með sykursýki týpu 2, um allan heim. Við Íslendingar munum standa í sömu stöðu og vestrænar þjóðir með vaxandi tíðni offitu og hreyfingarleysis og fjölskyldu ættarsögu, ef fram heldur sem horfir. Hér á eftir mun ég vitna í nokkrar nýlegar rannsóknir sem gerðar voru frá árunum 2015 til 2017.  Tel ég að það sé þarft verkefni  að vekja athygli og koma af stað vitundarvakningu á meðal foreldra og forráðamanna, að huga að komandi kynslóð og horfast á við raunveruleikann.  

Sykursýki hefur haft áhrif á líf manna í þúsundir ára allt frá elstu heimildum frá 1550 f.Kr. Þar lýstu Egyptar sjúkdómi sem „sætu þvagi“ eða á grísku „diabese“. Að fá þessa greiningu var dauðadómur á þeim tíma. Það var ekki fyrr en árið 1921 sem fyrstu skrefin voru tekin í áttina að finna orsakir og meðferð.  Í dag hefur sykursýki verið flokkað niður í týpu 1 og týpu 2 og síðan meðgöngusykursýki. Sykursýki er efnaskiptasjúkdómur sem einkennist af of háum blóðsykri sem stafar annað hvort af of litlu magni insúlíns í blóði eða af óeðlilegri virkni insúlíns í blóðinu. 

Á síðustu áratugum hafa hinir ýmsu lífsstílssjúkdómar þróast frekar hratt vegna breytingar á lífsgæðum á heimsvísu. Um er að ræða faraldur langvinnra sjúkdóma sem hrjáir sum ríki heims og eru mesta ógn nútímans við heilbrigði kvenna, karla og barna um allan heim. Oft á tíðum er talað um að vestrænir lífsstílssjúkdómar hafi þróast með breyttu mataræði, versnandi neysluvenjum, minni hreyfingu og aukinni líkamsþyngd. Ein sá helsti lífsstílsjúkdómurinn sem um ræðir er sykursýki týpa 2 og er ólæknandi, en hægt er að læra lifa með sjúkdómnum og lifa eðlilegu lífi. Rannsóknir sýna fram á að meiri hluti Íslendinga er yfir kjörþyngd og Íslendingar eru taldir vera langþyngsta Norðurlandaþjóðin. Fram kemur að íslensk börn eru með þeim þyngri í Evrópu eða að um 5,5 % eiga við offitvandamál að stríða. Aukning á offitu og hreyfingarleysi á meðal Íslendinga hefur valdið því að nýgengi af völdum sykursýki týpu 2 hefur farið vaxandi og talið er að allt af 90% af sykursýkistilfellum á Íslandi séu sykursýki týpa 2. Þessi sjúkdómur hefur verið kallaður lífsstílsjúkdómur fullorðinna síðastliðin ár eða öldrunarsykursýki, sjúkdómur einstaklinga sem komnir eru yfir fertugt. Sjúkdómurinn er langvinnur og hefur iðulega þróast í langan tíma hjá þeim einstaklingum sem eru í yfirþyngd eða offitu, stunda litla eða enga hreyfingu og einnig kemur fjölskyldu ættarsagan að málum. En er þessi lífsstílsjúkdómur enn þann dag í dag kenndur eingöngu við einstaklinga sem eru komnir yfir fertugt? Svarið er því miður Nei. Um miðjan tíunda áratuginn fóru vísindamenn að taka eftir vaxandi tíðni sykursýki týpu 2, á meðal barna og unglinga og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. Rannsóknir sýna fram á aukna tíðni í fleiri löndum, sykursýki týpa 2 er að greinast í dag í mun yngra fólki, alveg niður í 10 ára gömul börn. Áður fyrr hafði sykursýki týpa 2 hjá ungmennum verið frekar sjaldgæf, talið er að líta svo á að þróunin hafi breytt hratt með lífstíl fólks og samhliða þeim breytingum hafi aukist offita og hreyfingarleysi hjá mun yngra fólki. Orsakir sykursýki týpu 2 eru taldar vera af margvíslegum toga og samanstandi af samblöndun á erfafræðilegum þáttum, þjóðerni, núverandi lífsstíl, matarvenjum, næringu, líkamlegu aðgerðarleysi, markaðssetningu og fjölmiðlaáhrifum sem eru einkennandi fyrir nútímasamfélag. Nýlegar rannsóknir sýna fram á að barn sem þróar með sér sykursýki týpu 2 eigi að minnsta kosti eitt foreldri með sykursýki eða fjölskyldusaga um sjúkdóminn er í ættinni eða það er erfafræðileg áhætta og kynþáttur hefur áhrif. Fram hefur komið að börn og unglingar með sykursýki týpu 2 eru oft einkennalaus til lengri tíma eða hafa mild einkenni og þar með er oft misgreining í gangi. Blóðsykurshækkun greinist þá oftast fyrir tilviljun, þá við endurkomur til læknis eða bráðamóttöku vegna annarra sjúkdómseinkenna. Reglubundin endurtekning blóðsykursprófana þarf að fara fram þar til að greining er endanlega staðfest.  

Lang flestir sem greinast með sykursýki týpu 2 eru of þungir og krakkar í miðjum kynþroska, þar eru stúlkur í áhættuhóp sem er líklega vegna eðlilegrar hækkunar á hormónum, en þeir geta valdið insúlínviðnámi á því stigi, þegar líkamlegur þroski er mikill. 

Ef börn og unglingar eru með háan BMI líkamsstuðul er of mikil umframfita til staðar og það getur valdið því að frumur eiga erfiðara með að bregðast við insúlíni eða taka við insúlíni.  

Einkenni barna og unglinga eru svipuð og hjá fullorðnum, en þau eru:  

  • Tíð þvaglát, aukinn þorsti og aukin þreyta og slappleiki.  
  • Aðrir fylgikvillar sem geta komið upp vegna insúlínónæmi. 
  • Þykk og dökk húð um hálsinn, handarkrika, nára, milli fingra eða á olnboga og hné. 
  • Aukin sýkingar í húð. 
  • Fjölblöðruheilkenni eggjastokka hjá stelpum, hórmónavandamál og óreglulegar blæðingar. 
  • Hækkaður blóðþrýstingur eða óeðlilega hátt magn fitu í blóði. 

Langvarandi fylgikvillar hjá yngra fólkinu sem hafa ómeðhöndlaða sykursýki týpu 2 geta valdið mun alvarlegri fylgikvillum sem koma fram seinna á lífsleiðinni. Til dæmis hjarta- og æðasjúkdómum, heilablóðfalli, augnvandamálum, nýrnasjúkdómum, taugaskemmdum eða tannholdsveiki. 

Að lífa með sykursýki er áskorun, þar sem börn og unglingar hafa oft fleiri vandamál að takast á við og skilja kannski ekki hvers vegna þeir þurfa allar þessar blóðprufur og lyf. Rannsóknir sýna fram á oft á tíðum verður hegðunarbreytingar, reiði, afneitun, vaxandi andleg vanlíðan, þunglyndi og kvíði.  

Fyrir nokkrum árum, eða árið 2011 gaf World Health Organization (WHO) út skýrslu um að sjúkdómar á borð við sykursýki týpu 2, hjarta- og æðasjúkdómar, krabbamein og sjúkdómar í öndunarfærum fari ört vaxandi um allan heim. Þeir settu fram ábendingu um mikilvægi heilbrigðs lífsstíls og að grípa þurfi til aðgerða til að stuðla að heilbrigðara mataræði og sporna við hreyfingarleysi. Það ár var talið að 366 milljónir manna væru þjáðir af sykursýki í heiminum og líkinda spár gerðu ráð fyrir að tíðni þessa sjúkdóms muni aukast upp í 552 milljónir árið 2030.   

Ég er móðir þriggja barna og hef starfað sem hjúkrunarfræðingur í nokkur ár, þá sérstaklega með ungu fólki með geðraskanir og séð töluverða aukningu á yfirþyngd, breytingu á neysluvenjum og aukið hreyfingarleysi. Annar stór þáttur er sjálft samfélagið, aukningu á framboði á skyndibitafæði, orkudrykkjum og neyslu einfaldra kolvetna. En erum við þjóð sem getum hunsað þennan farald langvinnan sjúkdóm sykursýki týpu 2 sem er núna á 21 öldinni í vaxandi mæli í kringum okkur? Sérstaklega þegar unga kynslóðin okkar eru í hættu við að þróa með sér þennan erfiðan og leyndan sjúkdóma sem veldur alvarlegum fylgikvillum ef hann er ekki meðhöndlaður. Getum við litið undan án þess að sprona á móti, því að við vitum að vandamálið er hér til staðar. Ég tel að nú sé tími til kominn að við snúum okkur að komandi kynslóð og eflum vitundarvakningu og forvarnir fyrir börnin  og unga fólkið okkar. Rannsóknir sýna að besta forvörn og meðferð við sykursýki týpu 2 er regluleg hreyfing og hollt mataræði. Lionshreyfingin á Íslandi hefur hrundið af stað verkefni innan klúbbana um allt land „Örkum til vitundavakningar um sykursýki“.  En kæri lesandi mundir þú vilja alast upp í dag sem barn eða unglingur og vera í áhættu við að fá „öldrunarsykursýki“ langt um aldur fram?  Nei hélt ekki…. veistu, þú getur skipt sköpum hér og nú. 

Elísa Sveinsdóttir (2015) Áhrif hreyfingar á sykursýki af tegund 2. [Meistararitgerð, Háskólinn í Reykjavík]. Skemman. http://hdl.handle.net/1946/22459 

Dabelea, D., Stafford. J.M., Mayer-Davis, E.J., D’Agostino Jr, R., Dolan, L., Imperatore, G., Linder, B., Lawrence, J.M., Marcovina, S.M., Mottl, A.K., Black, M.H., Pop-Busui, R., Saydah, S., Hamman, R.F., Pihoker, C., (2017).  Association of type 1 diabetes vs type 2 diabetes diagnosed during childhood and adolescence with complications during teenage years and young adulthood. American medical association JAMA. 2017;317(8):825-835. doi:10.1001/jama.2017.0686 

Temneanu, O.R., Trandafir, L.M., og Purcarea, M.R., (2016). Type 2 diabetes mellitus in children and adolescents: a relatively new clinical problem within pediatric practice: Journal of medicine and life, 9 (3), 235-239 

National institutes of health. (2017, febrúar). Youth with type 2 diabetes develop complications more often than type 1 peers. https://www.nih.gov/news-events/news-releases/youth-type-2-diabetes-develop-complications-more-often-type-1-peers 

Saraswathi, S., Al-Khawaga, S., Elkum, N., og Hussain, K., (2019). A Systematic Review of Childhood Diabetes Research in the Middle East Region. National library of medicine. (2019, nóvember) doi: 10.3389/fendo.2019.00805 PMCID: PMC6882272 PMID: 31824422 

Velferðarráðuneytið (2018) Skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki, tegund 2.  https://www.stjornarradid.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=ee9ae82d-447a-11e8-9428-005056bc4d74