Blóðsykursmælingar Lions


Í tilefni af alþjóðadegi sykursjúkra stóð Lionsklúbbur Njarðvíkur fyrir sinni árlegu blóðsykurmælingu á laugardaginn 17. nóvember í Krossmóa á milli kl. 13 og 16 í samvinnu við Lyfju.

Markmið blóðsykurmælinga er að greina hugsanlega sykursýki. Mælingin tekur aðeins stutta stund en hún getur gefið vísbendingu um hvort fólk þjáist af sykursýki án þess að gera sér grein fyrir því. Mælist blóðsykurinn sjö eða hærri ráðleggjum við fólki eindregið að leita læknis.

Um árabil hafa Lionsmenn um land allt mælt þúsundir manna og á hverju ári er nokkrum tugum fólks ráðlagt að leita læknis í kjölfarið. Við viljum með þessu vekja athygli fólks á hættunni af því að ganga með dulda sykursýki.