Í dag 1.desember veitti Lionsklúbburinn Njarðvík styrki til nokkurra félaga og aðila hér á svæðinu. Ákveðið var að nýta tækifærið og hefja happdrættissöluna á sama tíma.
Í dag 1.desember veitti Lionsklúbburinn Njarðvík styrki til nokkurra félaga og aðila hér á svæðinu. Ákveðið var að nýta tækifærið og hefja happdrættissöluna á sama tíma.
Sala er hafin á miðum í Jólahappdrætti Lionsklúbbsins Njarðvík. Salan hófst formlega í hádeginu 1.desember í Krossmóa verslunarkjarnanum. Við búumst fastlega við því að sölumenn okkar verði á staðnum flesta daga fram að Þorláksmessu en skipulögð viðvera er frá 17-19 alla dagana.
Félagar í Lionsklúbbnum Njarðvík fóru í heimsókn í frumkvöðlafyrirtækið Remake Electric.
ReMake Electric hefur þróað rafskynjara sem kemur í stað hefðbundinna rafmagnsöryggja. Búnaðurinn nýtist vel sem greiningartæki og gefur notendum, bæði á heimilum og í stærri fyrirtækjum, tækifæri á að vera upplýstir um rafmagnsnotkunina og stuðla þannig að orkusparnaði og auknu öryggi. Hilmir Ingi Jónsson frumkvöðull uppgötvaði í starfi sínu sem rafvirki að skortur var á upplýsingum til bilanaleitar og kviknaði hugmyndin í framhaldinu. ReMake Electric vann Gulleggið árið 2010 og í framhaldinu komu fjárfestar að fyrirtækinu. Unnið er að frekari þróun CBM lausnarinnar (Circuit Breaker Meeter) í samstarfi við innlenda og erlenda aðila og stefnir ReMake Electric á að koma vörunni á alþjóðlegan markað í nánustu framtíð.
ReMake Electric var stofnað árið 2010 af Hilmi Inga Jónssyni sem einnig er framkvæmdastjóri félagsins, þess má geta að Hilmir Ingi er Njarðvíkingur.
Heimasíða fyrirtækisins er:
http://www.remakeelectric.com/
Jæja, þá er búið að draga í jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur.
1.vinningur (KIA Picanto LX 1,0) fór á miða nr. 182
2.-6. vinningur (Finlux 22″ LCD sjónvarp) fór á miða nr.:
1112 , 96, 1133, 15, 1111
7.-16. vinningur (Philips fjökerfa DVD spilari) fór á miða:
109, 1063, 1975, 1000, 1734, 1089, 75, 1596, 1988, 28
Að venju var haft samband við flesta vinningshafana fljótt og auðvitað kom nýr eigandi bílsins til okkar og fékk hann afhentan.