Fyrsti vinningur jólahappdrættis afhentur

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég vinn í happdrætti,“ sagði  Hafdís Garðarsdóttir í gær þegar hún var mætt í bílasölu Bernhard í Reykjanesbæ til að taka á móti aðalvinningnum í árlegu jólahappdrætti Lionsklúbbs Njarðvíkur.

Jólahappdrætti Lionsmanna á sér orðið langa sögu og hafa viðbrögð almennings ávallt verið góð. Lionsfélagar hafa annast sölu miðanna á förnum vegi á aðventunni og eru dæmi um að fólk beinlínis leiti þá uppi til að festa kaup á miða. Á Þorláksmessu er svo dregið í happdrættinu þannig að margir fá óvæntan jólaglaðnig enda veglegir vinningar í boði fyrir utan sjálfan aðalvinninginn. Að þessu sinni voru það 20 tommu Toshiba LCD sjónvörp og vönduð Philips DVD tæki en heildarverðmæti vinninga var upp á rílfega 2,6 milljónir króna.
Afrakstur happdrættisins rennur í líknarsjóð Lionsklúbbs Njarðvíkur en úr honum eru veittir styrkir til ýmissa líknar- og góðgerðarmála á starfssvæði klúbbsins.

Jólahappdrætti 2004 – útdráttur

1. vinningur, Toyota Yaris bifreið,
kom á miða nr. 723

2. til 10 vinningur, 14″ United litsjónvörp
komu á miða nr.
535, 44, 4, 883, 104, 416, 716, 564 og 11.

11. til 15. vinningur, United hljómtækjasamstæður komu á miða nr.
576, 303, 776, 364 og 380

16. til 20 vinningur, United örbylgjuofnar, komu á miða nr.
873, 690, 950, 440 og 505

Lionsklúbbur Njarðvíkur þakkar stuðninginn.

Gleðileg Jól

Jólahappdrætti 2003 – útdráttur

Fyrsti vinningur
bifreið af gerðinni Peugeot 206, 3ja dyra kom á miða nr. 125

2. til 10. vinningur, 14″ United litasjónvarpstæki
komu á miða númer:
745, 676, 883, 744, 142, 482, 140, 769 og 1251

11. til 20. vinningur, DVD spilarar,
komu á miða númer:
1138, 1025, 915, 920, 1285, 837, 1177, 531, 675 og 170

Vinninga er hægt að vitja hjá Magnúsi Guðmannssyni í síma 8941913 og 4214113.

Lionsklúbbur Njarðvíkur þakkar þátttökuna og stuðninginn

Gleðileg Jól